Magnaðasta athugasemdin í athugasemdakerfi New York Times

Skilnaðarbrúnkurnar litu sirka svona út.
Skilnaðarbrúnkurnar litu sirka svona út. mbl.is/

Fyrir tveimur árum skrifaði bandarísk kona að nafni Sidne Newberry eina mögnuðustu athugasemd sem skrifuð hefur verið við uppskrift á vef New York Times. Athugasemdakerfið þar þykir vera einstaklega vel heppnað enda vandlega yfirlesið af fjölda stjórnenda.

Í athugasemdinni sagði Sidne frá kunningjakonu sinni í Þýskalandi sem hún hafði fært heimabakaðar brúnkur (brownies) og vildi konan fá uppskriftina til að geta bakað þær sjálf. Hins vegar gekk henni ekkert að gera kökurnar almennilegar, þótt hún teldi sig frábæran bakara, svo Sidne gerði sitt besta til að aðstoða hana og gefa henni ráð. Eftir fyrir ítrekaðar tilraunir og ráðleggingar frá Sidne gafst konan hins vegar upp, flutti til Bandaríkjanna og stal eiginmanninum af Sidne. Sidne greindi frá þessu í athugasemd við uppskriftina að umræddum brúnkum. Athugasemdakerfið fór vægast sagt á hliðina og hefur athugasemdinni verið deilt oftar en nokkurri annarri athugasemd.
Því má bæta við að Sidne er í dag hamingjusamlega gift öðrum manni, sem hún kallar ástina í lífi sínu. Hins vegar hefur hún ekki enn komist að því hvað konan gerði rangt í bakstrinum – og hefur reyndar ekki haft áhuga á að komast að því.

Uppskriftina mögnuðu má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert