Notaðu hnífasegulinn í eitthvað allt annað

Hér er búið að mála segulinn í sama lit og …
Hér er búið að mála segulinn í sama lit og vegginn sem kemur sérlega vel út. mbl.is/Pinterest

Hnífaseglar eru mikið þarfaþing í eldhúsinu. Kokkar eru sérlega hrifnir af þeim enda geymast hnífarnir vel þar og minni hætta er á að einhver skeri sig á þeim en þegar þeir eru geymdir í skúffum. Á það sérstaklega við um litla fingur sem eiga það til að gá ekki að sér.

Í verslunum á borð við IKEA er hægt að fá hnífasegla til að festa upp á vegg og hægt er að gera ýmislegt til að bæta útlit þeirra. Til dæmis er hægt að kaupa marmaraplastfilmu í flestum byggingarvörurverslunum og klæða segulinn sem gjörbreytir útliti hans.

Svo er líka hægt að nota hnífasegulinn fyrir eitthvað allt annað eins og eftirfarandi myndir sýna.

Hér er hreinlega allt sett á segulinn, allt frá hnífum …
Hér er hreinlega allt sett á segulinn, allt frá hnífum upp í tangir, pískara og bollamál. mbl.is/Pintrest
Hér er segullinn notaður fyrir aukahlutina í matvinnsluvélina og festur …
Hér er segullinn notaður fyrir aukahlutina í matvinnsluvélina og festur inn á skápinn sem er sérlega hugvitsamlegt. mbl.is/Pintrest
Hérna eru bæði hnífar og áhöld geymd á seglinum.
Hérna eru bæði hnífar og áhöld geymd á seglinum. mbl.is/Pinterest
Hér eru pottlokin komin á segulinn sem er líka mjög …
Hér eru pottlokin komin á segulinn sem er líka mjög snjallt en til þess þarf segullinn að vera almennilegur. mbl.is/Pinterest
Hér er búið að festa segulinn á skápahliðina og festa …
Hér er búið að festa segulinn á skápahliðina og festa snaga á fyrir alls kyns dót. mbl.is/Pinterest
Hér er búið að setja tvo segla saman en þeir …
Hér er búið að setja tvo segla saman en þeir eru með viðaráferð sem er sérlega huggulegt. mbl.is/Pinterest
Hér eru seglarnir notaðir í bílskúrnum og nýtast vel. Takið …
Hér eru seglarnir notaðir í bílskúrnum og nýtast vel. Takið eftir Campell-súpudósunum sem nýttar eru undir litla pensla og blýanta. mbl.is/Pinterest
Hér er búið að festa segulinn undir eldhússkápinn og kryddkrukkurnar …
Hér er búið að festa segulinn undir eldhússkápinn og kryddkrukkurnar eru með járnloki sem festist við. mbl.is/Pinterest
Snjallt er að geyma skæri á segli.
Snjallt er að geyma skæri á segli. mbl.is/Pinterest
Þessi skúffa fékk að fylgja með því hún er svo …
Þessi skúffa fékk að fylgja með því hún er svo sniðug. Þessi útfærsla er keppnis. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert