Yfir 270 þúsund deilingar á Pinterest

mbl.is/Kraft
Vinsældir þessarar uppskriftar eru með eindæmum og hefur henni verið deilt yfir 270 þúsund sinnum á Pinterest - eingöngu á þessu ári. Það er lax sem er aðalstjarnan í þessum rétti en að öðru leyti svífur Miðjarðarhafskeimur yfir vötnum.
Fetaostur og fílódeig eru líka áberandi en við teljum líklegt að hægt sé að nota mexíkanskar pönnukökur í staðinn ef fílódeigið er ekki við höndina.
Laxinn sem allir elska
  • 300 g ferskt spínat, saxað
  • 120 g fetaostur, mulinn
  • 120 ml grísk sósa (oft hægt að kaupa hana tilbúna úti í búð)
  • 12 blöð af frosnu fílódeigi sem búið er að þíða (eða taco-pönnukökum)
  • 4 roðlausir laxabitar (u.þ.b. 450 g)
  • 120 ml sýrður rjómi
  • 60 ml agúrka, söxuð
  • 1 msk dill, saxað
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Blandið saman spínati, fetaosti og grískri sósu. Smyrjið eitt fílóblað, leggið annað ofan á og smyrjið og síðan það þriðja. Leggið afganginn til hliðar.
  3. Setjið laxabita á deigið og síðan 1/4 af spínatblöndunni. Pakkið deiginu utan um fiskinn og markmiðið er að fiskurinn snúi upp. Endurtakið með afganginn af hráefninu.
  4. Setjið á ofnplötu (látið fiskinn snúa upp) og skerið þrjár rendur í deigið.
  5. Bakið í 12-14 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
  6. Blandið saman sýrðum rjóma, agúrkum og dilli.
  7. Berið fiskinn fram með sýrða rjómanum.
Þessi uppskrift er fremur amerísk í grunninn enda fílódeig ekki mjög algengt hér á landi. Umtalsverður munur er á smjördeigi og fíló en þó mætti nota það ef þið eruð til í smá tilraunamennsku. Ef þið gerið það megið þið endilega láta okkur vita hvernig gekk þannig að við getum bætt því inn í uppskriftina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert