Hvernig losnar þú við fitubletti?

Fitublettir eru andstyggilegir.
Fitublettir eru andstyggilegir. mbl.is/TheKitchn

Það er fátt leiðinlegra en fitublettir í fatnaði. Það getur verið býsna erfitt að ná þeim úr þar sem hefðbundin þvottaefni virðast ekki vinna á þeim sem skyldi. Margar flíkur hafa því legið í valnum eftir saklausan fitublett sem í fyrstu virtist viðráðanlegur en var það bara alls ekki.

En hvað er til ráða? Jú, örvæntið eigi því lausnin er merkilega einföld. Fátt brýtur fitu betur niður en uppþvottalögur þannig að næst þegar fitublettur gerir vart við sig skulið þið setja uppþvottalög á blettinn og leyfa honum að liggja á í smá stund eða jafnvel nudda ef bletturinn er þeim mun erfiðari.

Skellið flíkinni svo í þvottavél eða þvoið í höndunum. Húsmæður og -feður um heim allan gæðavotta þessa aðferð og við hvetjum ykkur til að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert