Eru efri skápar óþarfir?

Við erum sérlega hrifin af þessari útfærslu. Mikil lofthæð og …
Við erum sérlega hrifin af þessari útfærslu. Mikil lofthæð og stórar ljósakrónur gera það að verkum að opna rýmið rennur listilega vel saman. mbl.is/Pinterest

Efri skápar eru alla jafna taldir bráðnauðsynlegir enda að finna í flestum eldhúsum. Þeir auka geymslurými í eldhúsinu sem getur komið sér vel þegar um lítil eldhús er að ræða. Einnig hefur verið vinsælt að vera með glerhurðir á skápum ætluðu leirtaui eða sparistellinu og til hátíðarbrigða er oft lýsing inn í slíkum skápum, sem kemur sérlega vel út, nema auðvitað þegar allt er í drasli.

Á síðustu misserum hafa opnar hillur notið mikilla vinsælda. Hillurnar létta á eldhúsinu og gera það virkilega smart þó að vissir ókostir fylgi þeim vissulega.

Svo er það þriðja útfærslan sem við erum lúmskt skotin í en það eru eldhús með engum efri skápum né hillum. Þetta gefur eldhúsinu allt annan blæ og þá er einnig vinsælt að hengja upp stórar myndir eða eitthvað sérdeilis ó-eldhúslegt.

Það gefur þó augaleið að þetta er einungis vænlegur kostur í stærri eldhúsum eða hjá fólki sem notar eldhúsið meira upp á skraut enda er töluvert af dóti sem þarf að komast fyrir í venjulegu eldhúsi. Hér gefur að líta nokkur eldhús sem öll eiga það sameiginlegt að vera sérlega vel heppnuð.

Hér er flísalagt alveg upp í loft.
Hér er flísalagt alveg upp í loft. mbl.is/Pinterest
Geggjað eldhús... stílhreint og huggulegt. Takið eftir þakglugganum.
Geggjað eldhús... stílhreint og huggulegt. Takið eftir þakglugganum. mbl.is/Pinterest
Mínímalískt og töff.
Mínímalískt og töff. mbl.is/Pinterest
Við erum að elska þessa úrfærslu. Er þetta eldhús eða …
Við erum að elska þessa úrfærslu. Er þetta eldhús eða bara eitthvað allt annað? Takið eftir háfnum - hann er stórmerkilegur. mbl.is/Pinterest
Takið eftir römmunum á veggnum. Sérlega látlaust en gerir mikið.
Takið eftir römmunum á veggnum. Sérlega látlaust en gerir mikið. mbl.is/Pinterest
Hér eru engir efri skápar - einungis innfelldar hillur sem …
Hér eru engir efri skápar - einungis innfelldar hillur sem koma sérlega vel út. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert