Kolsvart í Kópavogi

Fögur flétta! Kolbrún Pálína fléttar smekklega saman dökkum og bleikum …
Fögur flétta! Kolbrún Pálína fléttar smekklega saman dökkum og bleikum tónum. Stálkertastjakinn er úr versluninni Ikea. Borðið er með áföstum snúningsbakka og er úr Heimahúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er heilmikil kúnst að dekka borð svo að sómi sé að og því fékk Matarvefurinn til liðs við sig smekkkonu mikla, Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur ritstýru, sem snaraði fram veisluborði án þess að blása úr nös.

Hér er notast við skreytingar úr öllum áttum. Blóm eru mikilvæg og hér sjáum við einfalda en áhrifamikla útfærslu sem passar sérlega vel við litaþemað. Blómin eru frá blómaskreytinum Hrafnhildi Þorleifsdóttur sem rekur blómaverkstæðið Blómagallerí á Hagamel. Takið eftir því að litsterk blómin rífa upp dramatískan og dökkan borðbúnaðinn svo um munar. Dökkbleikt og svart á nefnilega svo ákaflega vel saman.

Stóri blómavasinn á borðinu er frá Ro og fæst í versluninni Andreu í Hafnarfirði sem og litli vasinn í sama stíl. Þeir fást einnig með gyllingu í stað bronsins.

Þegar borð er dekkað eftir kúnstarinnar reglum skal vanda til verka. Ekki þarf að fylgja reglunum til hins ýtrasta enda er það býsna flókið. Gott er þó að hafa hnífapörin alltaf bein, láta þau bera við borðbrún, setja rauðvínsglasið beint fyrir ofan hnífinn og raða hnífapörunum í stærðarröð sé um nokkur áhöld að ræða.

Annars er þetta ekki svo heilagt. Aðalatriðið er að borðið sé snyrtilegt og fallegt og ef ykkur finnst vanta skraut á borðið þá er einföld lausn í boði: Setjið fleiri kerti á boðið. Ekki vera heldur of stíliseruð heldur leyfið ykkur að vera villt og pínu galin og ekki gleyma að það þarf að vera pláss á borðinu fyrir matinn. 

Skál! Þessi hátíðlegu og fallegu hvítvíns-, rauðvíns- og kokteilglös heita …
Skál! Þessi hátíðlegu og fallegu hvítvíns-, rauðvíns- og kokteilglös heita Frederik Bagger og eru úr Snúrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Glamúrgúmmelaði! Kertastjakarnir frá Reflections Copenhagen eru ákaflega fallegir. Þeir kosta …
Glamúrgúmmelaði! Kertastjakarnir frá Reflections Copenhagen eru ákaflega fallegir. Þeir kosta frá 15.900 krónum í Snúrinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Matt og magnað. Svörtu Royal Copenhagen matar- og súpudiskarnir eru …
Matt og magnað. Svörtu Royal Copenhagen matar- og súpudiskarnir eru úr versluninni Kúnígúnd. þess má geta að það er einstaklega fallegt að mynda mat á möttum diskum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hið fagra merki Finnsdóttir kallar álátlaus blóm en gefur ekkert …
Hið fagra merki Finnsdóttir kallar álátlaus blóm en gefur ekkert eftir í lekkerheitum mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessi kerti eru frá Royal Copenhagen.
Þessi kerti eru frá Royal Copenhagen. Eggert Jóhannesson
Þriggja hæða bakkinn er úr versluninni Ilva. Takið eftir hvernig …
Þriggja hæða bakkinn er úr versluninni Ilva. Takið eftir hvernig bleiku lakkrískúlurnarfrá Epal koma skemmtilega út sem borðskraut og henta einnig vel sem nasl með fordrykknum. Eggert Jóhannesson
Servéttur frá Royal Copenhagen.
Servéttur frá Royal Copenhagen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert