Lítið pláss? Hér skiptir útfærslan öllu máli

Hér er veggplássið nýtt og þessar opnu hillur gera mikið …
Hér er veggplássið nýtt og þessar opnu hillur gera mikið gagn. Eigandinn stástar reyndar af keppnisbar en takið eftir hvernig pottar og pönnur eru hengdar upp. mbl.is/Pinterest

Draumaeldhúsið þarf ekki endilega að vera 30 fermetrar að stærð með öllum heimsins heimilistækjum. Það er með eldhús eins og svo margt annað að stærðin skiptir ekki öllu máli. Hér gefur að líta nokkrar snilldarútfærslur á smáum eldhúsum sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Við elskum þessa hugvitssemi svo um munar og úrskurðum hér með að góð eldhús komast fyrir inni í forstofu ef því er að skipta.

Örmjótt en virkar. Eldhúsvaskurinn er veglegur og rýmið virkar stærra …
Örmjótt en virkar. Eldhúsvaskurinn er veglegur og rýmið virkar stærra fyrir vikið. Eldhúsborðið er niðurfellanlegt og skáparnir ná alveg upp í loft. mbl.is/Pinterest
Opnar hillur eru hér nýttar til hins ítrasta.
Opnar hillur eru hér nýttar til hins ítrasta. mbl.is/Pinterest
Hér er eyjan á hjólum svo að hægt er að …
Hér er eyjan á hjólum svo að hægt er að breyta henni í skenk án mikillar fyrirhafnar sem er virkilega snjöll lausn í litlum rýmum. mbl.is/Pinterest
Mögulega minnsta eldhús sögunnar. En þó rúmast eldavélin ágætlega. Og …
Mögulega minnsta eldhús sögunnar. En þó rúmast eldavélin ágætlega. Og það kemur góð birta frá eldhúsglugganum. mbl.is/Pinterest
Virkilega vel heppnað. Takið eftir hillunum fyrir ofan efri skápana.
Virkilega vel heppnað. Takið eftir hillunum fyrir ofan efri skápana. mbl.is/Pinterest
Þetta eldhús er í forstoufunni en veggplássið er vel nýtt …
Þetta eldhús er í forstoufunni en veggplássið er vel nýtt og skenkurinn er býr til gott vinnupláss. mbl.is/Pinterest
Lítið en stílhreint. Takið eftir kössunum undir hillunum. Virkilega vel …
Lítið en stílhreint. Takið eftir kössunum undir hillunum. Virkilega vel heppnað. mbl.is/Pinterest
Hér er ekki mikið pláss en takið eftir því hvernig …
Hér er ekki mikið pláss en takið eftir því hvernig veggurinn er nýttur. Næfurþunnur skápur og hillurnar búa til mikið pláss. Gott ef þetta er ekki forstofan. mbl.is/Pinterest
Pínulítið en vel nýtt. Skúffurnar koma vel út.
Pínulítið en vel nýtt. Skúffurnar koma vel út. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert