Kokteilflipp fyrir ananasunnendur

Kokteilsnáði Íslands heitir Jón­as Heiðarr Guðna­son og hristir kokteila á …
Kokteilsnáði Íslands heitir Jón­as Heiðarr Guðna­son og hristir kokteila á Apótekinu við Austurvöll. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Jónas Heiðarr, kokteilsnillingur á Apótekinu, henti í þetta gúmmelaði fyrir okkur og ójá, þetta er vel þess virði að sigta og vesenast! Sírópið í drykknum er einnig dúndur út á ís.

Apotek French 75

30 ml London Dry Gin
30 ml Ananas & rósmarín-síróp
20 ml fersk sítróna
30-45 ml þurrt kampavín eđa freyðivín

Allt hrist saman nema freyðivínið. Öllu hellt í glas og fyllt upp með freyðivíni.

Síróp:

400 g sykur soðinn niður með 400 ml af vatni.
Rósmarín látiđ liggja í volgu sykursýrópi, svo sigtað frá og skellt í blandara međ ferskum ananas. Ca. eitt stykki. 
Sigtið svo sírópið í gegnum fínt sigti eða klút.

Það er ekkert að því að skála í þessu!
Það er ekkert að því að skála í þessu! Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert