Gullstríð í Söstrene Grene og Flying Tiger

Gullhnífapör hafa verið vinsæl.
Gullhnífapör hafa verið vinsæl. mbl.is

Eins og allir vita er gull ægilega vinsælt núna og varla til sú verslun sem ekki býður upp á einhverskonar gullvöru. Við tókum eftir því að bæði Söstrene Grene og Flying Tiger Copenhagen bjóða upp á sambærilegar vörur á mjög svo svipuðu verði og má því eiginlega segja að það ríki gullstríð. En hvor verslunin ætli sé ódýrari?

Flying Tiger Copenhagen:

  • Gullhnífapör úr plasti: 8 stykki á 300 krónur. 
  • Lítið rifjárn: 300 krónur
  • Stórt rifjárn: 600 krónur
  • Gylltir hitaplattar: 800 kr.

Söstrene Grene:

  • Gyllt skæri: 474 krónur.
  • Litið rifjárn: 324 krónur.
  • Rifjárn fyrir múskat: 474 krónur.
  • Gylltar mæliskeiðar: 698 krónur.
  • Stórt rifjárn með haldfangi: 864 krónur.
  • Stórt rifjárn: 864 krónur.

Ekki var hægt að bera allar vörur saman en stóru rifjárnin voru nokkuð sambærileg. Þar hafði Flying Tiger Copenhagen vinninginn en járnið kostaði 800 krónur þar en 864 krónur hjá Söstrene Grene. Annars bjóða báðar verslanir upp á skemmtilegt úrval af alls kyns vörum sem koma sér vel í eldhúsinu. Verðin eru nokkuð sambærilegt og því ljóst að gull-unnendur geta glaðst.

Rifjárnin sem voru borin saman voru sambærileg þessu hér.
Rifjárnin sem voru borin saman voru sambærileg þessu hér. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert