Íslenska Hot Detox teið slær í gegn í París

Detox drykkurinn góði sem slegið hefur í gegn í París.
Detox drykkurinn góði sem slegið hefur í gegn í París. mbl.is/Lemon

„Við byrjuðum á þessu í fyrra. Það var starfsmaður hérna hjá okkur og hann var byrjaður að fá kvef og hann fór að blanda sér heitan drykk á daginn. Ég varð forvitin og spurði hann hvað hann var að sötra og smakkaði þetta hjá honum,“ segir Eva Ýr Gunnarsdóttir um tildrög þess að detox drykkurinn góði rataði inn á matseðil Lemon í París. „Mér fannst þetta svo frábær blanda að ég setti þetta á matseðilinn hjá okkur og viti menn að þetta varð alveg svakalega vinsælt!“

„Þetta er blanda af engifer, sítrónu, hunangi og svo heitu vatni. Þetta er hollt og gott te sem fer alveg svakalega vel með morgun rútínunni. Þetta er 100% náttúrulegt og þegar maður byrjar að finna fyrir kvefi og veikindum er gott að fá sér Hot Detox í kroppinn,“ segir Eva og bætir því við að Frakkarnir hafi tekið Lemon opnum örmum. Veitingastaðurinn sé einstaklega vel staðsettur og búið sé að byggja upp traustan hóp fastakúnna - sem flestir fái hér detox drykkinn góða reglulega. 

„Í fyrsta lagi þá er svakalega gott að fá sér heitt sítrónuvatn á morgnana til þess að hjálpa líkamanum að vinna. I öðru lagi er sítróna frábær uppspretta C-vítamíns og nauðsynlegra næringarefna sem vernda líkamann gegn ónæmiskerfisbrestum. Úr sítrónu fær maður einnig potssíum, kalsíum, fosfór og magnesíum,“ segir Eva og ljóst er að þetta er drykkur sem allir verða að prófa ekki síst núna þegar fer að bresta á með vetri. 

<strong>Hot Detox</strong>
  • 2 þumlar engifer
  • 1/2 sítróna 
  • 2 tsk hunang
  • Heitt vatn

Aðferð:

  1. Djúsa sítrónu og engifer í glas. 
  2. Bæta hunangi út í og hræra vel. 
  3. Smelltu síðan heitu vatni í og hrærðu aftur. 
  4. Njóttu vel!!! 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert