Eru flísar málið?

Við erum virkilega hrifin af þessari útfærslu. Einfaldar flísar lagðar …
Við erum virkilega hrifin af þessari útfærslu. Einfaldar flísar lagðar í fiskibeinamynstur og ná alveg upp í loft. Fúgan skapar líka skemmtilegar andstæður. mbl.is/Pinterest

Rýmið fyrir ofan eldhúsborðplötuna vefst oft fyrir mörgum. Lengi hefur þótt smart að gera eitthvað við þetta rými enda er það líka praktískt þar sem oft vill slettast ýmislegt þangað og því er betra að vera með efni á vegginum sem auðvelt er að þrífa. Því er málning með 0% gljástigi eða kalkmálning alls ekki málið.

Að því sögðu er glansandi málning sem auðvelt er að þrífa ágætis lausn og svo er hægt að setja allskonar sniðugt - eins og til dæmis flísar sem eru mjög svo snjöll leið til að gera eldhúsið ennþá smartara. Sumir eru hefðbundnir í flísavali en okkur þykir alltaf gaman að fjalla um eldhús og hvernig er hægt að betrumbæta þau og þetta fellur einmitt í þann flokk. 

Þá snúum við okkur að flísunum sem eru hér til sýnis. Flestar eru þær fremur hefðbundnar en gera samt mikið fyrir eldhúsið. Takið samt sérstaklega eftir því þegar allur veggurinn er flísalagður. Það hefur verið vinsælt undanfarið og kemur virkilega vel út.

Mjög einfaldar flísar en með því að leggja þær á …
Mjög einfaldar flísar en með því að leggja þær á ská verða þær allt öðruvísi. mbl.is/Pinterest
Minna rými er vart hægt að finna enda er þetta …
Minna rými er vart hægt að finna enda er þetta í hjólhýsi. Kemur þó vel út. mbl.is/Pinterest
Hér er gott dæmi um það þegar flísalagt er alveg …
Hér er gott dæmi um það þegar flísalagt er alveg upp í loft. mbl.is/Pinterest
Hér á einnig sjá einfaldar flísar lagðar á óvenjulegan hátt …
Hér á einnig sjá einfaldar flísar lagðar á óvenjulegan hátt sem gerir mikið fyrir eldhúsið. mbl.is/Pinterest
Klassískt og virkar vel.
Klassískt og virkar vel. mbl.is/Pinterest
Mjög svo klassískt og öruggt.
Mjög svo klassískt og öruggt. mbl.is/Pinterest
Geggjað.
Geggjað. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert