6 fæðutegundir sem þú ættir alls ekki að hafa heima hjá þér

Hreint jógúrt er í lagi en með vibættum sykri og …
Hreint jógúrt er í lagi en með vibættum sykri og bragðefnum skorar ekki hátt. Thinkstockphotos

Við rákumst á bráðsniðuga grein í Runners World þar sem fjallað eru um hvaða fæða það er sem atvinnuíþróttamenn eru alfarið á móti og síðan þrjár fæðutegundir sem þeir samþykkja og koma mörgum á óvart.

Þetta eru þær fæðutegundur sem almennt séð eru bannaðar í mataræði þeirra sem eru að byggja upp skrokkinn á sér:

Megrunar-eftirréttir: Yfirleitt eru þessar vörur merktar fyrir þá sem eru að passa þyngdina. Þetta eru útþynntar útgáfur af einhverju sem okkur þykir gott og neysla þeirra veldur takmarkaðri ánægju sem yfirleitt orsakar að maður fær sér eitthvað annað og meira að borða. Samkvæmt greininni er alveg eins gott að fá sér bara alvöru eftirréttinn og borða þá minna af honum og njóta betur.

Morgunkorn: Morgunkorn samkvæmt greinahöfundum verður bara að graut í maganum og skilar takmarkaðri ánægju.

Sykrað gos og drykkir: Það þarf sjálfsagt ekki að fjölyrða um ástæður þessa. Almennt séð er það á almanna vitorði að sykraðir drykkir eru ekki gott val fyrir þá sem hugsa vel um líkamann á sér.

Bragðbætt jógúrt: Enn og aftur ítrekum við að hér er verið að vísa í grein en jógúrtið á listanum inniheldur mikið magn sykurs. Frekar er mælt með hreinu jógúrti sem búið er að bragðbæta með t.d. frosnum berjum og þess háttar hollustu gúmmelaði.

Súkkulaðismákökur í pakkningum: Hér er sama ástæða gefin upp og með eftirréttina. Smákökurnar koma yfirleitt í stórum pakkningum sem hvetja til óhóflegs áts. Við skiljum það svo sem þar sem þetta snýst um sjálfsstjórn sem við búum ekki öll yfir.

Ávaxtasafi: Þó að tilvísunin sé almennt í hollustu þegar talað er um ávaxtasafa þá eru þeir lúmskir og ættu alls ekki að drekkast í óhófi.

Það sem hins vegar má borða samkvæmt greininni gæti hins vegar komið verulega á óvart en við erum merkilega sammála þessu enda frábær matur á ferð - sérstaklega ef hans er neytt í hófi.

Pítsa: Andstætt því sem almennt er talað um þá þarf pítsa ekki að vera óholl. Bara alls ekki. Hér er mælt með heimagerðri pítsu með hágæða áleggi sem toppar allar væntingar.

Ís: Já einmitt - ís. Og ekki sorbet eða sykurskertur ís heldur alvöru fitumikill alvöru ís. Fyrst þa á að verðlauna sig á annað borð á að gera það almennilega. Ekki þarf samt að borða allt boxið.

Súkkulaði: Hér enn og aftur er átt við hágæða tegundir... kannski skiljanlega en meðalreglan er sú að því dekkra, því betra og hægt er að fá súkkulaði sem er í senn bráðhollt og ljúffengt.

Þessi listi er unninn upp úr grein en ef atriðin á honum eru tekin saman má sjá rauðan þráð. Ekki „feika“ mataræðið. Borðið frekar betri og hreinni fæðu, forðist mikið unninn eða verksmiðjuframleiddan mat og munið að njóta. Matur er góður og hans ber að njóta - en í hófi þó og með meðvitund.

Hollur heimaeldaður matur eins og hér má sjá er afturmóti …
Hollur heimaeldaður matur eins og hér má sjá er afturmóti prýðilegt að eiga tilbúinn. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert