Garðbæingar geta glaðst yfir þessum börum

Guðdómlegur nautnavagn sem geymir bæði drykki, lesefni og súkkulaði ef …
Guðdómlegur nautnavagn sem geymir bæði drykki, lesefni og súkkulaði ef því er að skipta. Vagninn er frá danska merkinu House Doctor og fæst í Línunni og Fakó og kostar 38.900 krónur. mbl.is/House Doctor

Ég á vinkonu sem býr í Garðabæ og segist oft sakna þess að búa ekki nær miðbænum til að geta stokkið út í einn drykk með okkur vinkonunum sem flestar búum í miðbænum. Hún hefur ítrekað reynt að lokka okkur í Garðabæinn með lofum um lostafengnar máltíðir og huggulega heimahrista kokteila. Kona þessi er nú svo stórskemmtileg að það þarf svo sem ekki meira en flatt sódavatn til að maður gerir sér utanbæjarferð til að hitta hana en nú eru svo sannarlega efni til.

Hnattvagnar í ætt við þetta krútt voru vinsælir á heimilum …
Hnattvagnar í ætt við þetta krútt voru vinsælir á heimilum um 1985. mbl.is/

Heimabaræðið mikla er nefnilega langt því frá að vera bara í smart tímaritum erlendis. Fjöldi verslana hefur hafið innflutning á fallegum heimabörum auk þess sem Facebook-sölugrúppur selja slíka notaða gripi á kostaverði. Hnötturinn gamli þykir einnig mikil klassík og eru ófáir afar gramir út í foreldra sína fyrir að hafa látið slíka gripi frá sér.

Til að gera langa sögu stutta hefur vinkonan lýst yfir vilja til þess að kaupa slíkan bar ef miðbæjarvinkonurnar lofi að lufsa sér reglulega til hennar. Það finnst mér gott tilboð!

Fyrir aðila í sömu stöðu gefur hér á að líta sérlega fagurt úrval heimabara frá 1.500 krónum og upp í aðrar og erfiðari upphæðir.

Þennan fallega vagn keypti lesandi Matarvefjarins í Hertex, verslun Hjálpræðishersins, …
Þennan fallega vagn keypti lesandi Matarvefjarins í Hertex, verslun Hjálpræðishersins, fyrir stuttu. Það getur því borgað sig að skoða nytjamarkaðsverslanir reglulega en smekkkonan sem umræðir borgaði 1.500 krónur fyrir vagninn. mbl.is/
Þetta bjútí fæst í reykjavikbutik.is og kostar 48.990 krónur.
Þetta bjútí fæst í reykjavikbutik.is og kostar 48.990 krónur.
Þessi skemmtilega grófi vagn er frá Ellos.se en hægt er …
Þessi skemmtilega grófi vagn er frá Ellos.se en hægt er að panta hann hingað til lands í gegnum Ellos.is og sækja í næstu Nettóverslun. mbl.is/Ellos
Hér er búið að taka einfaldan vagn frá Ikea og …
Hér er búið að taka einfaldan vagn frá Ikea og breyta í bar. Ljósmynd / Pinterest
Þessi vagn frá XLBOOM er væntalegur hjá reykjavikdesign.is.
Þessi vagn frá XLBOOM er væntalegur hjá reykjavikdesign.is. mbl.is/
Þessi vagn er frá House Doctor og fæst í Fakó. …
Þessi vagn er frá House Doctor og fæst í Fakó. Hann kemur í tveimur stærðum og kostar sá stærri 57.000 og lítill er á 34.000. mbl.is/House Doctor
Þessi gyllti vagn frá ByOn fæst bæði í Dúku og …
Þessi gyllti vagn frá ByOn fæst bæði í Dúku og Snúrunni og kostar 59.990 krónur. Sá svarti fæst í Dúka og kostar 68.900 krónur. mbl.is/ByOn
Fyrir þá sem nenna hreinlega engu hjólaborðsdrama má vel líka …
Fyrir þá sem nenna hreinlega engu hjólaborðsdrama má vel líka kaupa sér guðdómlega vínrekka og láta það duga. Það má einnig setja rekkann ofan á skenk og stilla glösum upp við hliðina. Þessi rekki er frá XLBOOM og fæst í mörgum stærðum í Línunni. mbl.is/Línan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert