Stórkostlegar breytingar úti á Granda

Rýmið er bjart og opið.
Rýmið er bjart og opið. mbl.is/Snorri Björnsson

Pítsastaðurinn Flatey opnaði í vikunni að Grandagarði en áður var þar í sama húsnæði veitingastaðurinn Sjávarbarinn og Texasborgarar. Breytingarnar á húsnæðinu eru einstaklega vel heppnaðar.

„Við fengum húsnæðið að Grandagarði 11 afhent í byrjun maí og hafa því framkvæmdir og endurbætur tekið allt sumarið og rúmlega það. Þegar við fórum að framkvæma kom það í ljós að húsnæðið var ekki í alveg eins góðu ástandi og við höfðum vonað, því vönduðum við extra vel til verka og útkoman er glæsileg þó að ég segi sjálfur frá,“ segir Sindri Snær Jensson, einn eigenda pítsustaðarins Flateyjar, sem opnaði í vikunni. Auk Sindra standa að Flatey þeir Jón Davíð Davíðsson, Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson.

Veitingastaðurinn er fallega merktur með nettu ljósaskilti.
Veitingastaðurinn er fallega merktur með nettu ljósaskilti. mbl.is/Snorri Björnsson

Staðurinn er hannaður af Baldri Helga Snorrasyni arkitekt í samráði við eigendur og hönnunarstofuna Studio Holt. „Pítsa er einfaldur matur og því var lagt upp með að búa til fallegt, einfalt og þægilegt andrúmsloft þar sem hráleiki húsnæðisins fengi einnig að njóta sín. Blanda af fallegum áferðum er algjört lykilatriði í allri hönnun staðarins, hnotan nýtur sín frábærlega með bólstruðu bekkjunum, viroc-plöturnar, marmarinn, ofninn, neon-skiltið, hráa steypan, þetta binst svo allt saman með græna litnum sem er ríkjandi. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að bæta hljóðvistina og því var sprautað hljóðeinangrandi kvoðu í loftin sem gerir algjörlega gæfumuninn.“

Ljósin eru frá Norman Copenhagen og fást í Epal.
Ljósin eru frá Norman Copenhagen og fást í Epal. mbl.is/Snorri Björnsson
Innréttingar eru allar sérsmíðaðar af föður Sindra, Jens Líndal Ellertssyni, en hann smíðaði einnig allar innréttingar í báðum Húrra Reykjavík-verslununum sem Sindri er einnig eigandi að í félagi við Jón Davíð Davíðsson. 
„Stólarnir eru E-60 frá Sóló húsgögnum, ljósin er frá Normann Copenhagen, marmarinn kemur frá S. Helgasyni og rúsínan í pylsuendanum er ofninn sem við fluttum inn frá Napólí. Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytingameistari sá svo um að glæða staðinn lífi með plöntum og gerði það með algjörum glæsibrag enda með áratuga reynslu í þessum efnum.“
Stuttur eldunartími, einföld gæðahráefni og vandað handbragð einkenna pítsurnar á Flatey að sögn eigenda. „Útkoman er náttúrulega bragðgóðar og heilnæmar pítsur. Flatey sækir í hefðir Napólí, en þar ræður einfaldleikinn ríkjum í hráefnum og eldunaraðferðum. Í héruðunum í grennd við Napólí hefur pítsuhefðin varðveist nánast óbreytt frá því að fyrsta pítsan leit dagsins ljós á 18. öld. Margherita er hin klassíska napólíska pítsa og í algjöru uppáhaldi hjá okkur á Flatey. Sagan segir að margheritan hafi fyrst skotið upp kollinum árið 1889 þegar bakarinn Raffaele Esposito skreytti pítsu í fánalitum Ítalíu til heiðurs drottningunni Margherita af Savoja. Tómatarnir gáfu henni rauðan lit, mozzarella osturinn hvítan og basilíkan grænan,“ segir Sindri sem hefur legið yfir pítsupælingum síðastliðið ár.
„Þetta eru súr­deig­spít­sur eins og þær voru upp­haf­lega gerðar í Na­polí þegar píts­an var fund­in upp fyr­ir góðum 300 árum síðan. Í botn­in­um er til dæm­is ekk­ert nema hveiti, salt, vatn og nátt­úru­legt ger og í áleggj­um er áhersla lögð á mik­il gæði frek­ar en magn. Pizz­an bak­ast svo á inn­an við einni mín­útu í 500 gráðu heit­um ofni á meðan hefðbundn­ar pítsur bak­ast á 5-10 mín­út­um.“
Pítsaofninn var fluttur inn frá Napolí.
Pítsaofninn var fluttur inn frá Napolí. mbl.is/Snorri Björnsson
Náttúrleg efni og litir ráða ríkjum í hönnun staðarins.
Náttúrleg efni og litir ráða ríkjum í hönnun staðarins. mbl.is/Snorri Björnsson
mbl.is/Snorri Björnsson
Ítalskt hráefni fær að njóta sín í opnum hillum.
Ítalskt hráefni fær að njóta sín í opnum hillum. mbl.is/Snorri Björnsson
mbl.is/Snorri Björnsson
Borðin eru flísalögð.
Borðin eru flísalögð. mbl.is/Snorri Björnsson
Grænar plöntur lyfta staðnum upp.
Grænar plöntur lyfta staðnum upp. mbl.is/Snorri Björnsson
mbl.is/Snorri Björnsson
mbl.is/Snorri Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert