Brjálæðislega góð morgunverðarstykki

Morgunverðarstykkin eru trefjarík með berjum og stökkum toppi.
Morgunverðarstykkin eru trefjarík með berjum og stökkum toppi. mbl.is/TM

Ég bakaði þessar elskur í vikunni og sé ekki eftir því. Berjastykkin hafa bæði leikið hlutverk spari-morgunverðar og eftirréttar með miklum sóma. Ég sauð uppskriftina saman úr nokkrum og er mjög ánægð með útkomuna. Á föstudaginn hitaði ég smá bita og bauð upp á með vanilluís og kókosnektar (má vel nota hlynsíróp eða karamellusósu) sem eftirrétt.

Botn:
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli tröllahafrar 
1/2 bolli fínmalað spelt
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
1 tsk. kanill
1 tsk. vaniluduft eða dropar
3 msk. kókosolía eða smjör 
2-3 msk. kókosnektar, hlynsíróp eða hunang 
4 msk. hnetumjólk – ég notaði heslihnetumjólk 

Fylling:
2 bollar ber (ef frosin þá látin þiðna að mestu), ég notaði hindber og brómber
3 msk. náttúrulega sæt sulta (t.d. þessi franska)

Toppur:
3 msk. haframjöl
1 msk. spelt 
1 msk. kókosolía
1 msk. kókosnektar eða hunang 
1/2 tsk. kanill

Stillið ofninn á 175 gráður og blástur.
Hrærið öll innihaldsefnin í botninn saman í höndunum og þrýstið ofan í jólakökumót.
Blandið berjunum og sultunni saman með skeið og hellið ofan á botninn.
Hrærið öllum topp-innihaldsefnunum saman og myljið yfir berjablönduna.

Bakið í 20 mínútur eða þar til berin eru farin að bubbla og toppurinn tekinn að gyllast. Ath. baka þarf örlítið lengur ef berin eru frosin.

Stykkin má vel frysta eða geyma í ísskáp í loftþéttum umbúðum í viku.

Botninn.
Botninn. mbl.is/TM
Fyrir bakstur.
Fyrir bakstur. mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert