Pantaðu pizzu með góðri samvisku

Í dag fer í sölu góðgerðarpizza Domino's. Góðgerðarpizzan er samstarfsverkefni sem unnið er með stjörnukokknum Hrefnu Rósu Sætran og öll sala (ath. ekki ágóði) rennur til Reykjadals og verður fjármagnið nýtt til að bæta aðbúnað þar og kaup á leiktækjum. Reykjadalur er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur, en árlega dvelja þar um 250 börn á aldrinum 8–21 árs.

„Þetta er í fimmta skipti sem við bjóðum upp á Góðgerðarpizzu og ávallt í samstarfi við Hrefnu. Hrefna fær frjálsar hendur að setja saman pizzu sem er yfirleitt með hráefnum sem við bjóðum annars ekki upp á,“ segir Anna F. Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi.

„Pizzan í ár er samsett af teriyaki kjúklingi, yuzu-jalapeno-sósu, lauk, spínati og sveppum. Góðgerðarpizzan er aðeins í boði í takmarkaðan tíma og er föstudagurinn seinasti dagur sem við bjóðum upp á hana,“ segir Anna og hvetur fólk til að panta pizzu með góðri samvisku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert