Líklega fallegasta hrekkjavökuboð í heimi

Svartur dúkur, svartir diskar, dökkt þema og gullhnífapör.
Svartur dúkur, svartir diskar, dökkt þema og gullhnífapör. mbl.is/Jungalow

Það líður senn að sjálfri hrekkjavöku en persónulega get ég ekki beðið þar sem börnin mín eru búin að tala sleitulaust um þessa merku hátíð frá því öskudagur rann sitt skeið.

Það er því skiljanlega mikil eftirvænting í loftinu og nánast allt þessa dagana hefur eitthvað með hrekkjavökuna að gera. Sjálf ætla ég að vera uppvakningur eftir að hafa ákveðið á ögurstundu að trúðurinn úr IT myndi væntanlega valda börnunum í hverfinu varanlegum skaða og ólæknanlegri coulrophobia (trúðafælni).

Möguleikarnir tengdir þessari hátíð eru ótalmargir og þar sem kosið verður um helgina má slá því föstu að það verði mikil stemning um komandi helgi. Því máttum við til með að deila myndum af þessu matarboði til að dást að. Smáatriðin hér eru ótrúleg og ég er sérlega skotin í litlu graskerjunum sem eru á matardiskunum.

Það er Justina Blakeney á Jungalow sem á heiðurinn af herlegheitunum en ef þessar myndir veita ekki innblástur þá veit ég ekki hvað.

Þetta er svo lekkert að hjartað slær hreinlega hraðar.
Þetta er svo lekkert að hjartað slær hreinlega hraðar. mbl.is/Jungalow
Fallegt...
Fallegt... mbl.is/Jungalow
Nett óhugnanlegt og flott.
Nett óhugnanlegt og flott. mbl.is/Jungalow
Glæsileg blómaskreyting.
Glæsileg blómaskreyting. mbl.is/Jungalow
Svartar styttur skreyttar með blómum.
Svartar styttur skreyttar með blómum. mbl.is/Jungalow
Eftirrétturinn er að sjálfsögðu svartur.
Eftirrétturinn er að sjálfsögðu svartur. mbl.is/Jungalow
Þessar skreytingar eru magnaðar.
Þessar skreytingar eru magnaðar. mbl.is/Jungalow
Búið að spreyja graskerin svört og stilkana gyllta.
Búið að spreyja graskerin svört og stilkana gyllta. mbl.is/Jungalow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert