Lætur rjúpuna hanga í mánuð

Hvít rjúpa að hausti.
Hvít rjúpa að hausti. Ómar Smári Ármansson

Þær rjúpnaskyttur sem eru farnar að huga að veiðinni ættu að lesa þetta því það er alls ekki sama hvernig rjúpan er meðhöndluð og því betur sem hún er „hanteruð“ því kröftugri verður hún.

Úlfar Finnbjörnsson er vafalítið sá sem mest veit um meðhöndlun villibráðar og hann fer eftir þessari þumalputtareglu þegar hann undirbýr sínar rjúpur undir að verða jólasteik.

„Ég læt rjúpuna hanga í mánuð við kjöraðstæður sem eru um fjórar gráður. Það er gott að hafa vindkælingu en þess er þó ekki alltaf kostur. Við þetta magnist bragð rjúpunnar upp og útkoman sé svo kröftug að soðsósan veldur því að maður fær spékoppa á rasskinnarnar,“ sagði meistari Úlfar í spjalli við Matarvefinn.

Við höfum enga ástæðu til að rengja þessi orð enda veit Úlfar manna mest um meðhöndlun villibráðar hér á landi en bókin hans, Stóra bókin um villibráð, er magföld metsölubók um villibráð og nú loksins fáanleg á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert