Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu

mbl.is/Veganistur

Núðlur standa ávallt fyrir sínu enda herramannsmatur og hræódýrar. Það má því segja að þetta sé sannkallaður námsmannaréttur því hann er með hnetusmjörsósu sem margir hreinlega elska. 

Þrátt fyrir námsmannabraginn er þetta bráðhollt enda eru það Veganisturnar sem eiga heiðurinn af uppskriftinni. 

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu og tófú

  • 1/2 pakki hrísgrjónanúðlur
  • 1/2 kubbur tofu
  • 1/2 haus brokkoli
  • 1/2 græn paprika
  • u.þ.b. 10 cm af blaðlauk
  • u.þ.b. 1 bolli harricot-baunir (ég kaupi frosnar)
  • u.þ.b. 1 bolli hvítkál skorið í þunnar ræmur
  • 4 gulrætur
  • Hnetsmjörsósa:
    • 2 bollar vatn
    • 2-3 msk. grænmetiskraftur
    • 4 kúfullar msk. hnetusmjör
    • 1 msk. tamarisósa
    • 3 hvítlauksgeirar
    • 2 ferskar döðlur (muna að taka steininn úr)
    • 2 tsk. rautt karrýmauk (red curry paste)
    • smá sítrónusafi kreystur úr ferskri sítrónu (má alveg sleppa)
    • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Mér finnst best að byrja á því að setja vatn í frekar stóran pott og kveikja undir, þá er það farið að sjóða og hægt að setja núðlurnar út í þegar ég hef undirbúið allt hitt.
  2. Ég sker tofuið niður en mér finnst best að henda því bara inn í ofn eins og það er, ekki með neinu kryddi eða neitt og leyfa því að vera þar á meðan að ég steiki grænmetið og útbý hnetusósuna.
  3. Skerið grænmetið niður eftir smekk og steikið létt upp úr örlitlu vatni
  4. Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í blandara eða matvinnsluvél og blandið vel þar til allt er komið vel saman.
  5. Sjóðið núðlurnar í vatninu eftir leiðbeiningum á pakkningunni.
  6. Takið tofuið út og bætið út á pönnuna með grænmetinu, hellið síðan hnetusósunni yfir það og leyfið suðunni á henni að koma upp. Mér finnst best að leyfa sósunni að malla í 5-7 mínútur áður en ég blanda núðlunum saman við.
  7. Berið réttinn fram einan og sér eða með spírum og muldum salthnetum.
Girnilegur, bráðhollur og gómsætur.
Girnilegur, bráðhollur og gómsætur. mbl.is/Veganistur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert