Ekki geyma eggin í hurðinni

Almennt er talað um að geyma þurfi egg í kæli en bent hefur verið á að miklar sveiflur á hitastigi rýri gæði eggjanna og þau endist skemur. Ætíð ætti því að geyma egg í miðjum ísskápnum í upprunalegum umbúðum, þ.e. eggjabakkanum sjálfum.

Hvort þetta eigi við vísindaleg rök að styðjast og hvort þetta eigi almennt við hjá fólki sem passar sig á að hafa ísskápinn ekki opinn lengi skal ósagt látið en besta skýringin á því af hverju það ætti alls ekki að geyma eggin í hurðinni er sú að hristingurinn sem eggin verði fyrir geri eggjahvítuna óstöðuga þannig að hún henti síður í eldamennsku þar sem egg eru meginuppistaðan eins og í marengs.

Það er dr. Stuart Farrimond sem skrifar um þetta í nýútkominni bók sem ber titilinn The Science of Cooking. Þar segir hann jafnframt að nota megi eggin köld þegar eigi að sjóða þau eða hræra á pönnu en ef til standi að baka köku eða þeyta marengs ættu þau alltaf að vera við stofuhita. Ástæðan sé sú að stofuhitinn veldur því að það slaknar á próteinunum sem geri það að verkum að þau bindist betur og útkoman verði í alla staði betri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert