Salatið sem vinkonurnar væla yfir

Börn elska salatið sem hentar vel með léttum réttum svo …
Börn elska salatið sem hentar vel með léttum réttum svo sem fisk og kjúkling. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hollt og fljótlegt salat sem hressir hvaða máltíð sem er við. Granateplin gera salatið ákaflega ferskt en það hentar sérstaklega vel með austurlenskum mat eða fiskréttum. Vinkonur mínar komu í mat fyrir skemmstu og höfðu sérstaklega orð á því hvað þetta salat væri gott og báðu um uppskriftina svo hér kemur hún.

400 g blómkál
200 g fetaostur (hreinn kubbur)
1 granatepli, innvolsið 
3 msk saxað grænkál og/eða 3 msk kóríander 
2 msk ristaðar möndluflögur
olía 
salt 

Skerið blómkálið í munnbita og léttsteikið á pönnu með olíu og salti við háan hita í stutta stund þannig að það brúnist örlítið en haldist stökkt.
Setjið blómkálið í skál ásamt muldum fetaosti, möndluflögum, granateplakjörnum, grænkáli og kóríander. Smakkið til og saltið ef þurfa þykir.

Hugmyndina af salatinu fékk ég þegar ég heimsótti veitingahúsið Sumac …
Hugmyndina af salatinu fékk ég þegar ég heimsótti veitingahúsið Sumac á Laugavegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert