Sigmundur Davíð kennir mataræðinu um

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist lítið hrifinn af ítölskum mat ef ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist lítið hrifinn af ítölskum mat ef marka má orð hans. Haraldur Jónasson / Hari

Sigmundur Davíð hefur greinilega töluverðar áhyggjur af framvindu mála í komandi stjórnarmyndunarviðræðum en hann birti þessa stöðufærslu á Facebook þar sem hann viðrar áhyggjur sínar af matarvali fundarmanna og er ekki hægt að skilja færsluna öðruvísi (þótt óræð sé) en að hann kenni pítsuáti um seinaganginn. Segir hann það fremur við hæfi að borða þjóðlegan mat. Þó endar hann á að segja „þegar árangur næst“ en þar sem enginn árangur hefur náðst ennþá skiljum við hvorki upp né niður í þessu - annað en að hann hefur áhyggjur. Má skilja færsluna sem svo að hann kenni lélegu mataræði um seinaganginn? 

Gaman væri þó að komast að því hver matseðillinn er á svona langri fundarsetu. Hvort fólk sé að huga að heilsunni og hvernig menn næri sig sem best til að hvika hvergi frá sannfæringu sinni.

Svona hljómaði stöðufærslan:

Ég ætti e.t.v. ekki að benda á þetta strax en það gengur ekkert í stjórnarmyndunarviðræðum á meðan menn eru stöðugt að borða pizzur. Í slíkum viðræðum á að borða skyr, slátur og svið og vöfflur þegar árangur næst.

mbl.is