Vinsælasta búr í heimi

Fallegt er það.
Fallegt er það. mbl.is/Smallbone

Búrskápar eru hið mesta þarfaþing eins og við fjöllum reglulega um hér á Matarvefnum. Hver elskar ekki gott skipulag og snjallar skápalausnir? Það lítur út fyrir að það séu fleiri en við og því skyldi engan undra að við rákum augun í þetta eldhús sem skartar ægifögrum og afskaplega nytsamlegum búrskáp. 

Eldhúsið er sérlega fallegt og ekki spillir stærðin fyrir en okkur telst til að það sé að minnsta kosti 40 fermetrar að stærð. En fallegt er það og sjálfsagt ekki margir sem myndu slá hendinni á móti því.

Búrskápurinn þykir líka það vel heppnaður að hann er formlega titlaður sá vinsælasti í heimi en á síðunni Houzz hefur honum verið deilt yfir 300 þúsund sinnum.

Það er breska fyrirtækið Smallbone sem á heiðurinn af eldhúsinu en hægt er að skoða heimasíðu þess hér.

Búrskápurinn sem er sá vinsælasti í heimi.
Búrskápurinn sem er sá vinsælasti í heimi. mbl.is/Smallbone
Hér er nóg skápapláss.
Hér er nóg skápapláss. mbl.is/Smallbone
Fallegur marmari prýðir eldhúsið.
Fallegur marmari prýðir eldhúsið. mbl.is/Smallbone
Ekki vantar rými í þessu eldhúsi.
Ekki vantar rými í þessu eldhúsi. mbl.is/Smallbone
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert