Dýrustu pappamál veraldar eða hvað?

Glösin líta úr fyrir að vera pappamál en eru úr …
Glösin líta úr fyrir að vera pappamál en eru úr postulíni. mbl.is/Tiffany&Co

Hvern dreymir ekki um glæsilega hluti í eldhúsið úr smiðju Tiffany & co? Fallegi blái einkennisliturinn er auðþekkjanlegur og fólk mun dást í hljóði hvað þú ert smekkleg/ur og augljóslega vel stæður.

Nú getur sauðsvartur almúginn, sem keypti ekki trúlofunarhringana sína í Tiffanys, tekið gleði sína því hægt að panta hluti til heimilisins frá fyrirtækinu og það er ekkert slor.

Við erum jafnvel að tala um verðflokka sem flestir ættu að ráða við, eins og þessi pappaglös en þau kosta ekki nema rétt tæpa hundrað dollara sem gera rúmar tíu þúsund íslenskar krónur. Fyrir þá fæst ekki heill kassi af pappaglösum heldur heil tvö. Glösin eru úr pappa en í fallega bláa litnum og með lógói fyrirtækisins þannig að um augljóst stöðutákn er að ræða og þetta er mögulega hin fullkomna gjöf fyrir fagurkera sem geta ekki hugsað sér að drekka úr hefðbundnum pappamálum. Þess skal þó geta að í raun eru þau úr postulíni en eru nákvæm eftirlíking af pappamálunum sem heldri borgarar um heim allan fá vökva úr í verslunum Tiffany & co.

Rörið er úr silfri og með einkennisrönd fyrirtækisins.
Rörið er úr silfri og með einkennisrönd fyrirtækisins. mbl.is/Tiffany&Co

Einnig er hægt að kaupa þetta fallega rör eru einnig fáanleg og það sjá allir fagurkerar að um merkjarör er að ræða en það kostar ekki nema rétt tæpar 30 þúsund krónur.

Þetta eru augljóslega jólagjafirnar í ár.

Hægt er að skoða pappamálin/postulínsglösin hér.

Hægt er að skoða rörið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert