Hvor er Costco-kóngurinn: Sigurður eða Engilbert?

Engilbert Arnar fyrir framan Costco.
Engilbert Arnar fyrir framan Costco. Haraldur Jónasson / Hari

Það er bara pláss fyrir einn kóng og báðir eru verðugir. En hver er réttborinn Costco-kóngur Íslands? Það eru þeir Sigurður Sólmundarson og Engilbert Arnar sem báðir ganga undir nafninu og nú þykir Sigurði nóg um. Í nýlegu myndbandi sem hann birti inni á Costco-hópnum segir hann nóg komið.

Á meðan þakkar Engilbert stuðninginn og viðtökurnar sem póstar hans fá enda er hann með afbrigðum iðinn við að upplýsa meðlimi hópsins um hvaða vöruúrval er í boði hverju sinni og þá sérstaklega ef það er eitthvað nýtt og sniðugt sem enginn má láta framhjá sér fara.

Sjá frétt mbl.is: Engilbert Arnar: Markmiðið að gleðja aðra.

Sjá frétt mbl.is: Við báðum um innkauparáð en fengum þetta.

Nú er bara að sjá hvað gerist? Verður Sigurður áfram kóngurinn eða mun Engilbert svipta hann krúnunni?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert