Piparlakkrístoppar sem toppa allt

mbl.is/ljufmeti.is

Sumir eru komnir lengra með jólaundirbúninginn en aðrir og þar er Svava á Ljúfmeti og lekkerheit mögulega fremst í flokki. Hún segist búin að kaupa nánast allar jólagjafirnar, er byrjuð að pakka inn og fyrsta sortin hefur litið dagsins ljós. Við deilum hér þeirri uppskrift og til stendur að baka þessar sem allra fyrst. 

Piparlakkrístoppar

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g piparlakkrískurl (1 poki)
  • 150 g rjómasúkkulaðidropa (ég var með síríus sælkerabaksturs rjómasúkkulaðidropa)

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Þeytið vel og lengi til að fá marensinn mjúkan og seigan. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við.

Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.

mbl.is/ljufmeti.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert