Heimagert jóladagatal fyrir metnaðarfulla

mbl.is

Hvað skal til bragðs taka ef mann langar að vera virkilega frumlegur og sniðugur á aðventunni og gera sitt eigið dagatal? Svarið er ofureinfalt en nú er hægt að kaupa dagatöl sem eru tóm – og sérstaklega til þess fallin að fylla þau af alls konar sniðugheitum sem sjálfum jólasveininum dytti ekki í hug.

Ég ákvað að gera mitt eigið dagatal fyrir krakkana og bjóða upp á almenn skemmtilegheit. Ég hafði úrvalið blandað þannig að stundum setti ég litlar smávægilegar gjafir eins og hárdót og annað smálegt og endrum og eins var boðið upp á sælgæti. Svo kom skemmtilegi hlutinn. Við fjölskyldan ætlum að gera alls kyns skemmtilegt í desember sem börnin vita ekki af og því verða þeim færðar fregnirnar á réttum dögum. Eins hafði ég bíóferð á einum stað og annað sniðugt sem við hyggjumst gera í desember.

Ég sé jafnframt fyrir mér að svona heimagerð dagatöl henti vel fyrir þá sem borða ekki súkkulaði. Þannig er hægt að gera sitt eigið nammidagatal ef það er málið.

Svo má gera svona fyrir kærustuna/kærastann, eiginmanninn/eiginkonuna og þar fram eftir götunum. Það eina sem getur stoppað þig er ímyndunaraflið.

Jóladagatölin fást í Hagkaupum, Iceland og hjá X-prent en einnig er hægt að fá sambærileg dagatöl í The Flying Tiger Copenhagen.

Snjallt er að gefa þeim sem manni þykir vænst um …
Snjallt er að gefa þeim sem manni þykir vænst um persónulegt dagatal. mbl.is
Einnig er hægt að fá dagatölin með sælgæti í frá …
Einnig er hægt að fá dagatölin með sælgæti í frá Freyju og tóm. Dagatölin byggja á samnefndum bókum um Jóa kassa. mbl.is
Einnig er hægt að fá jóladagatölin frá Jóa kassa með …
Einnig er hægt að fá jóladagatölin frá Jóa kassa með sælgæti frá Freyju. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert