Mekka finnskrar hönnunar hér á landi

Maarit Kaipainen er finnsk í húð og hár og ólst …
Maarit Kaipainen er finnsk í húð og hár og ólst upp með finnska hönnunarvöru á borð við Moomin. Árni Sæberg
Það eru fáir staðir jafnviðeigandi fyrir jólin og Finnska búðin sem selur allt það fallegasta sem Finnar hafa framleitt – þar með talið Moomin og Ittala. Moomin-vörurnar hafa verið gríðarlega vinsælar hér á landi (og um heim allan) undanfarin ár og nú eru komnar til landsins litlar múmínkönnur sem skreyta á jólatréð með.
Svona líta Moomin míní bollarnir út
Svona líta Moomin míní bollarnir út mbl.is/

Um safngripi er að ræða sem að áhugafólk um finnska hönnun og fagra muni ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Einnig er hægt að kaupa múmínkúlur til að hengja á tréð.
Að sögn Maarit Kaipainen, sem á og rekur Finnsku búðina í Kringlunni, er ekkert lát á vinsældum finnskrar hönnunar enda er hún sígild og sérdeilis fögur.
Moomin kúlurnar sem hægt er að fylla af leyndarmálum eða …
Moomin kúlurnar sem hægt er að fylla af leyndarmálum eða góðgæti. Árni Sæberg

Maarit segir að hugmyndafræðin á bak við marga finnska hönnun hafi verið „list fyrir litla manninn“ en almenningur hafði almennt ekki efni á að kaupa sér dýra listgripi. Því hafi meira verið lagt upp úr að hafa hversdagshlutina vandaðri en þó þannig að allir hefðu kost á að eignast þá. Þetta hafi til að mynda verið hugmyndafræðin hjá Alvar Aalto en Maarit segir að foreldrar hennar, þá námsmenn, hafi eignast mikið af Aalto-húsgögnum og þannig sé það enn í Finnlandi. 
Finnska búðin í Kringlunni.
Finnska búðin í Kringlunni. Árni Sæberg

Moomin-kúlurnar séu þannig að hægt sé að setja inn í þær og reglulega koma nýjar kúlur þannig að um safngripi er að ræða sem aðdáendur Moomin hér á landi ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
 
Finnska hönnunarheimspekin var sú að nytjahlutir yrðu listaverk almúgans.
Finnska hönnunarheimspekin var sú að nytjahlutir yrðu listaverk almúgans. Árni Sæberg
Hvað er meira viðeigandi en að telja niður til jóla …
Hvað er meira viðeigandi en að telja niður til jóla með Moomin. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert