Bókin sem var ófáanleg er loksins til á ný

Bókin er bráðnauðsynleg þeim sem vilja læra réttu handtökin.
Bókin er bráðnauðsynleg þeim sem vilja læra réttu handtökin. mbl.is/Óðinsauga

Komin er út ný og endurbætt útgáfa af matreiðslubókinni Pabbi, átt þú uppskrift? en bókin er búin að vera ófáanleg í tvö ár.

Nýja útgáfan heitir Pabbi, áttu fleiri uppskriftir? en búið er að bæta við yfir fjörutíu nýjum uppskriftum. Bókin inniheldur einnig mikið af góðum ráðum og segir höfurndur hennar, Smári Hrafn Jónsson matreiðslumeistari, að einfaldleikinn hafi verið hafður að leiðarljósi eins og í fyrri bókinni. Bókin er auðveld í notkun og hentar vel fyrir byrjendur sem lengra komna heimiliskokka.

Það er Óðinsútgáfa sem gefur út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert