Jólamatmarkaður Búrsins er um helgina

Búast má við mikilli stemningu á Jólamatarmarkaðinum um helgina.
Búast má við mikilli stemningu á Jólamatarmarkaðinum um helgina. mbl.is/Facebook

Það er komið að hinum vel heppnaða Jólamatarmarkaði Búrsins sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Að venju munu íslenskir bændur, sjómenn og smáframleiðendur slá upp risa matarveislu á neðstu hæð Hörpu.

Í fréttatilkynningu segir að á boðstólnum verði meðal annars hertur hlýri, kaldreykt grálúða, geitaostur, lífrænt bygg, jólaglögg, bráðinn ostur, heitreyktur lax, berjasafi, brjóstsykur, nautasteikur, flatkökutakkós, hrútaberjasíróp, kartöflusnakk, kombucha, hangikjöt, hamingja og fleira og fleira og fleira.

Aðgangur er ókeypis og opið er frá 11-17 báða dagana.

Hér má nálgast Facebook-viðburðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert