Brie-loka fékk falleinkun og steikin þótti hrá

Það skiptir máli hvernig steik er elduð og því getur …
Það skiptir máli hvernig steik er elduð og því getur verið gott að leita ráða inn á Matartips! mbl.is/TheKitch

Matgæðingar hafa ýmsar spurningar og einn er sá staður þar sem oftast má finna svör. Það er Fésbókarhópurinn Matartips! sem við mælum með að þessu sinni enda virðist enginn skortur á svörum þar inni. Algegnt er að fólk sé að leita sér ráða, fá meðmæli með veitingastöðum eða hreinlega fá álit annarra á mat sem er keyptur út í bæ eða eldaður heima.

Það er til dæmis algengt að fólk myndi mat sem það kaupir á veitingastöðum og er ekki ánægt með. Þannig fékk brie-loka falleinkun um helgina þar sem hún þótti innihalda skammarlega lítið af brie-osti og steik sem átti að vera medium-rare var bara hrá að mati aðspurðra.

Fyrir mataráhugafólk er þetta hvalreki og í dag telja meðlimir hópsins yfir 26 þúsund manns.

Hópinn er hægt að hálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert