Sjúklega lekker íslenskur borðbúnaður

Það er ekkert að þessu.
Það er ekkert að þessu. mbl.is/Paradís potterí

Á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina kenndi ýmissa grasa og þar á meðal rákumst við á Hafdísi Sverrisdóttur sem er meistarinn á bak við Paradís potterí.

Paradís potterí er leirkerasmiðja við Apavatn sem byggð var árið 2016 af Hafdísi go eiginmanni hennar Daníel Hafsteinssyni.

Hafdís hefur unnið við og kennt hönnun og handverk frá árinu 1990 en frá árinu 2001 hefur hún lagt áherslu á handverk unnið úr leir. Daníel hefur unnið með smíajárn, tré og máningu en vinna hans og Hafdísar tvinnast saman.

Útkoman er sjúklega lekker ef svo má að orði komast. Notast er við allskonar aðferðir, meðal annars þverskurður af tré sem myndar árhringi í diska, gjóska úr Heklu býr til áferð sem minnir einna helst á fuglsegg og svo mætti lengi telja.

Við erum að minnsta kosti yfir okkur hrifin.

Hægt er að skoða Facebook síðu Paradís potterí hér.

mbl.is/Paradís potterí
Línan er fjölbreytt.
Línan er fjölbreytt. mbl.is/Paradís potterí
Hér gefur að líta árhringi trés á disknum.
Hér gefur að líta árhringi trés á disknum. mbl.is/Paradís potterí
Sérlega fallegt.
Sérlega fallegt. mbl.is/Paradís potterí
Litirnir eru sérlega vel heppnaðir.
Litirnir eru sérlega vel heppnaðir. mbl.is/Paradís potterí
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert