Grand Marnier-trufflur og hvíta bomban

Í þætti númer tvö í Konfekt- og súkkulaðiþætti Matarvefjarins gera Halldór Kristján Sigurðsson súkkulaðiséní og Tobba Marinósdóttir trufflur. Ef þú ert ekki búin að horfa á fyrsta þáttinn þar sem temprun á súkkulaði er kennd mælum við með því. 

Trufflur eru í raun lítið mál í gerð og er grunnmassinn alltaf sá sami. Súkkulaði og rjómi sem má svo setja nánast hvað sem er í.

Dökk Grand Marnier-truffla

150 g dökkt 70% G&B-súkkulaði
1 dl rjómi
½ msk. smjör
1 msk. Grand Marnier

Rjóminn og smjörið hitað við vægan hita í potti. Súkkulaðið brytjað út í og hrært þangað til blandan verður mjúk og áferðarfalleg. Grand Marnier sett út í síðast ef það er notað.

Blöndunni er svo hellt í fat eða skál. Sett í kæliskáp í 2-4 klst. eða þangað til hún hefur stífnað.

Búnar eru til kúlur þannig að tekið er smá af massanum í teskeið og síðan notar maður hendurnar til að hnoða litlar kúlur.

Kúlunni dýpt í dökkt súkkulaði. Temprað auðvitað! Raðað á fat eða disk og geymdar í kæli.


Sjávarsalts-súkkulaðitrufflur 

100 g G&B-rjómasúkkulaði með sjávarsalti brætt
1dl rjómi
1 msk. Bailey's (má sleppa)
1 dl hnetur, saxaðar (má sleppa)

Sjóða á rjóma upp að suðumarki, hella honum í súkkulaðið í smá skömmtum, möndlum og eða líkjör bætt út í, látið kólna í 2-4 klst. í kæli.

Búnar til kúlur 60-70 g hver, húðað með kakói eða dýft í temprað dökkt súkkulaði.

Hvítar tufflur/Hvíta bomban

100 g hvítt G&B-súkkulaði (ath. hér skiptir sköpum að vera með hágæðasúkkulaði þar sem hvítt súkkulaði er mjög misgott – um að gera að smakka sig til)
3/4 dl rjómi
nokkur saltkorn 

Súkkulaði brætt með saltinu, rjómi hitaður að suðumarki og hellt saman við, látið kólna í 2-4 klst.
Því næst eru kúlur búnar til 60-70 g, dýft í kakó. 

Trufflurnar áður en þær eru hjúpaðar.
Trufflurnar áður en þær eru hjúpaðar. mbl.is/TM
Tobba sýnir í þættinum hvernig skreyta má súkkulaði með óhefðbundnum …
Tobba sýnir í þættinum hvernig skreyta má súkkulaði með óhefðbundnum hætti með notkun þurrkaðra berja og rósa. mbl.is/TM
Hjúpaðar og huggulegar trufflur sem kæta.
Hjúpaðar og huggulegar trufflur sem kæta. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert