Súkkulaðistangir með heslihnetum

Ömmukökurnar góðu...
Ömmukökurnar góðu... mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Þetta eru dásamlegar súkkulaðikökur með hökkuðum heslihnetum sem einnig má skipta út fyrir hakkaðar möndlur fyrir þá sem vilja. Það er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí og gersemar sem á heiðurinn að þessum dásemdarstönum en amma hennar var vön að baka þær á aðventunni. 

Súkkulaðistangir með heslihnetum

  • 360 g hveiti
  • 250 g smjör
  • 250 g sykur
  • 4 msk bökunarkakó
  • 2 egg
  • Hakkaðar heslihnetur frá “Til hamingju“

Aðferð:

  1. Hrærið saman hveiti, smjör, sykur, bökunarkakó og egg með K-inu.
  2. Rúllið deiginu í góða kúlu, plastið og kælið í klukkustund.
  3. Skiptið kældu deiginu niður í fjóra hluta og rúllið hvern í lengjur sem eru um 1 cm í þvermál.
  4. Stráið (og þrýstið) hökkuðum heslihnetum yfir lengjuna ásamt því að strá smá sykri yfir líka og skerið hana á ská í um 5 cm langa bita og raðið á bökunarplötu.
  5. Bakið við 180°C í um 15-17 mínútur.
  6. Blandan gefur um 40-50 súkkulaðistangir.
Þessar kökur svíkja engan.
Þessar kökur svíkja engan. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert