Pavlovukrans með bleikum marengs

Virkilega flott útgáfa af klassískri köku.
Virkilega flott útgáfa af klassískri köku. mbl.is/Berglind Sigmarsdóttir

Þessi jólalegi Pavlovukrans á ábyggilega eftir að slá í gegn í mörgum jólaboðum enda hefur Pavlovan lengi átt hug og hjörtu hérlendra matgæðinga.

Í ofanálag er um að ræða krans sem er sérlega hátíðlegur og fagur enda er það sómakonan og meistarakokkurinn Berglind Sigmarsdóttir sem á heiðurinn af honum.

Berglind á og rekur veitingastaðinn GOTT í Eyjum ásamt eiginmanni sínum og veit því sitt hvað um mat.

Skreytingarnar gera óskaplega mikið og ekki síst flórsykurinn sem er …
Skreytingarnar gera óskaplega mikið og ekki síst flórsykurinn sem er vanmetið kökuskraut. mbl.is/Berglind Sigmarsdóttir

Jólalegur Pavlovukrans með bleikum marengs

Undirbúið plötu. Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring, annan 22 cm og minni hring inn í, 13 cm.
Hitið ofn í 120 gr. C

  • 4 eggjahvítur
  • 250 gr. sykur
  • 1/4 tsk. salt
  • 2 tsk. maizena-mjöl
  • 1 tsk. hvítvínsedik
  • Bleikur matarlitur

Aðferð:

  1. Setjið eggjahvítur í skál og byrjið að þeyta mjög rólega á meðan þið vigtið sykur.
  2. Þegar aðeins froða er farin að myndast bætið þá í hraðann og setjið sykur og salt hægt og rólega saman við.
  3. Bætið svo í hraðann jafnt og þétt alveg upp og þeytið þar til stíft og glansandi.
  4. Bætið þá varlega saman við með sleif maizenamjöli og ediki.
  5. Takið skeið og setjið marengs á hringinn á pappírinn.
  6. Ef þið viljið lita hann, dýfið prjón í lit og búið til hringi efst í marengsinn svo það myndist marmaraáferð.
  7. Setjið inn í ofn og bakið í 2 klst. Slökkvið á ofninum og takið út þegar ofninn er orðinn kaldur. Fínt að slökkva og geyma yfir nótt.

Ofan á:

  • 4-5 dl rjómi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 msk. flórsykur
  • 1 bakki fersk jarðarber

Aðferð:

  1. Setjið kransinn á kökudisk.
  2. Þeytið rjómann, setjið svo á lægstu stillingu og setjið vanilludropa og flórsykur við.
  3. Skerið jarðarber í bita og hrærið með sleif saman við rjómann.
  4. Setjið rjóma-jarðarberjablöndu á kransinn.
  5. Skreytið að vild, mér finnst jólalegt að nota granatepli, rifsber, jafnvel hindber og bláber. Set nokkrar greinar af rósmarín (sem kemur út eins og greni) og svo dustað yfir með smá flórsykri.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert