Lakkríssúkkulaðikaka Omnom

Kakan er sérlega gómsæt enda Júlíurnar meistarabakarar.
Kakan er sérlega gómsæt enda Júlíurnar meistarabakarar. Árni Sæberg
Okkur áskotnaðist þessi stórkostlega uppskrift en heiðurinn að henni á Júlía Hvanndal sem rekur kaffihúsið Júlíu & Júlíu í Safnahúsinu á Hverfisgötu en Omnom súkkulaði leikur þar lykilhlutverk.
Hér er um að ræða lakkríssúkkulaðiköku sem fær fullorðið fólk til að gráta af gleði og nú getið þið bakað hana sjálf heima. Auðvitað mælum við þó hiklaust með því að þið gerið ykkur ferð í Safnahúsið, sérstaklega nú í skammdeginu þegar allt er svo hátíðlegt og fagurt.
Júlía Hvanndal og Fía Ólafsdóttir, samstarfskona hennar, ásamt kökunni góðu.
Júlía Hvanndal og Fía Ólafsdóttir, samstarfskona hennar, ásamt kökunni góðu. mbl.is/Árni Sæberg
Lakkríssúkkulaðikaka Omnom (stór uppskrift)
  • 310 g ósaltað smjör
  • 420 g sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 280 g Omnom-lakkríssúkkulaði
  • 4 stk. egg (létthrærð)
  • 1 bolli hveiti (sigta)
  • lakkríssalt 
Aðferð:
  1. Bræða smjör í stórum potti við vægan hita
  2. Bæta súkkulaði og sykri saman við og hræra vel með sleif
  3. Taka pottinn af hellunni og hinkra augnablik
  4. Bæta sigtuðu hveiti, salti og eggjum saman við og hræra kröftuglega með sleif 
  5. Skella deigi í stórt smurt (eða klætt) form og baka í sirka 20 mín. á 160°.
ATH. Passa að baka kökuna ekki of lengi, hún á að vera blaut í miðjunni og 
mikilvægt er að kæla kökuna vel áður en hún er borin fram.
Gott er að dreifa örlitlu lakkríssalti yfir kökuna sem skrauti.
Huggulegt og bragðgott í Safnahúsinu á Hverfisgötu.
Huggulegt og bragðgott í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Árni Sæberg
Það er fátt jólalegra en góð kaka.
Það er fátt jólalegra en góð kaka. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert