Hreindýralundir með lerkisveppum, furuhnetum og rúsínum í Madeira-sósu

Hreindýrakjöt verður sífeltl vinsælla sem hátíðarmatur.
Hreindýrakjöt verður sífeltl vinsælla sem hátíðarmatur. mbl.is/Karl Petersson

Nú þegar líða fer að jólum er ekki seinna vænna að huga að hátíðarmatnum. Hér er ein uppskrift sem stendur alltaf fyrir sínu en þessu elska kemur úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumanns og er úr bók hans, Stóra bókin um villibráð.

Hreindýralundir með lerkisveppum, furuhnetum og rúsínum í Madeira-sósu

800-1000 g hreindýralundir, sinahreinsaðar
salt og nýmalaður pipar
4 msk. olía
200 g lerki-, furu- eða kóngasveppir , skornir í báta
1/2 dl Madeira eða portvín
2 1/2 dl rjómi
1 dl villibráðarsoð
1 tsk. nautakjötskraftur
1-2 msk. furuhnetur
1-2 msk. rúsínur
sósujafnari 

Kryddið lundir með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt á öllum hliðum. Takið þá lundirnar af pönnunni og haldið heitum. Bætið svolítilli olíu á pönnuna og steikið sveppi í 1 mín.

Bætið Madeira-víni saman við og sjóðið niður í síróp. Hellið rjóma og villibráðarsoði út í ásamt nautakjötskrafti, furuhnetum og rúsínum og þykkið með sósujafnara. Setjið lundirnar í sósuna og látið malla í 1-2 mín. Berið fram með t.d. blönduðu grænmeti og bökuðum kartöflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert