Hraunbúinn góði sem allir elskuðu

Hraunbúinn gerði það got í smákökusamkeppni KORNAX.
Hraunbúinn gerði það got í smákökusamkeppni KORNAX. Haraldur Jónasson / Hari

Hraunbúinn þótti einkar vel heppnaður fyrir dómnefnd smákökusamkeppni KORNAX sem fram fór á dögunum. Höfundur hans er Mark Andrew Zimmer og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til. Við erum sérstaklega að elska saltið sem notað er sem skraut.
hlekkur


Hraunbúi
  • 1 bolli smjör
  • 1 bolli púðursykur
  • ½ bolli sykur
  • 1 egg
  • 1 ½ tsk. vanilludropar
  • 2 msk. mjólk
  • 2 ¼ bollar KORNAX-hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 bollar NÓI SÍRÍUS-suðusúkkulaðidropar
  • ½ bolli mjúkar karamellur
  • 1 tsk. sjávarsalt flögur (til skrauts)


Aðferð:

  1. Þeytið sykur, púðursykur og smjör saman.
  2. Bætið við eggjum, einu í einu, vanilludropum og mjólk.
  3. Blandið þurrefnum saman við og í lokin setjið súkkulaðidropa út í deigið.
  4. Kælið í ca. eina klst.
  5. Mótið litlar kúlur og setjið karamellubita á hverja kúlu.
  6. Bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar.
  7. Stráið saltflögum yfir heitar kökurnar.
Albert Eiríks og Tobba Marínós voru í dómnefnd.
Albert Eiríks og Tobba Marínós voru í dómnefnd. Haraldur Jónasson / Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert