Svona dekkarðu jóla- og áramótaborðið

mbl.is/

Að dekka borð fallega er mikil kúnst og því stóðumst við ekki mátið þegar við rákumst á þessa sérlega vel heppnuðu uppstillingu sem minnir um margt á það sem sést í erlendum hönnunarblöðum.

Það eru þær Jóna Björk Gísladóttir og Eva Sólveig Þórisdóttir hjá Garðheimum sem eiga heiðurinn af uppstillingunni en í samtali við Matarvefinn sagði Jóna að markmiðið hefði verið „more is more“.

„Það sem við höfðum að leiðarljósi var að bregða frá „less is more“, sem hefur verið svo ríkjandi undanfarin ár, og leyfa okkur að fara alla leið í því þetta árið. Leyfa gullinu og djúpu litunum, sem eru að koma svo sterkir inn, að njóta sín í bland við þetta náttúrulega, s.s. sýprusana, júkalyptusinn og könglana,“ segir Jóna Björg en hún er jafnframt markaðsstjóri Garðheima.

„Þá langaði okkur að sýna hvað ljósaseríur og mörg kerti á veisluborði lyfta glæsileikanum upp á hærra plan og að það sé gaman að leika sér með að hafa margar tegundir kerta, - gefur borðinu ákveðna dýpt. Allt efnið sem við notuðum er vissulega til í Garðheimum.“

Þar höfum við það. Ekki svo flókið að dekka borð svo aðdáun veki og greinilegt að þemað í ár er „meira er meira“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert