Ætla að opna magnaðan neðansjávarveitingastað

Dramatískt og afar norrænt.
Dramatískt og afar norrænt. mbl.is/Snohetta

Norðmenn eru þekktir fyrir margt en kannski ekki afrek sín á matvælasviðinu ef frá er talinn makríll en hönnunarfyrirtækið Snohetta hefur kynnt áform um að reysa glæsilegan veitingastað sem verður að hluta til neðansjávar.

Veitingastaðurinn verður staðsettur í Bály sem er í um fimm tíma fjarlægð frá Osló og mun taka um 100 manns í sæti. Í sjálfu veitingarýminu verður ellefu metra gluggi til að hægt sé að dást að neðansjávarlífinu en við innganginn verður kampavínsbar.

Einnig verður staðsett í húsin rannsóknarstöð fyrir sjávarlíffræðinga. Ekki var greint frá því hver stendur að baki verkefninu annar en hönnunarfyrirtækið Snohetta né hvenar staðurinn verður opnaður. Mun hann þó heita Under sem verður að teljast afar viðeigandi. 

Heimild: Esquire

Svona verður glugginn sem staðsettur er neðansjávar.
Svona verður glugginn sem staðsettur er neðansjávar. mbl.is/Snohetta
Það verður vætntanlega mikil upplifun að borða á Under.
Það verður vætntanlega mikil upplifun að borða á Under. mbl.is/Snohetta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert