Uppáhalds forréttur Friðgeirs

Friðgeir fékk hugmynd að andarpaté í Frakklandi árið 2006 og …
Friðgeir fékk hugmynd að andarpaté í Frakklandi árið 2006 og hefur þróað réttinn síðan. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég fer að hlakka til jólanna þegar sumrinu lýkur og það er eiginlega matartengt. Það er mest að gera í vinnunni fyrir jólin en svo á ég mjög góðan tíma á milli jóla og nýárs,“ segir Friðgeir Eiríksson, yfirkokkur á Holtinu. Hann segist oftast vera með hamborgarhrygg í aðalrétt á aðfangadagskvöld og oft eitthvað annað með eins og rjúpur eða hreindýr.

„En fyrst og fremst er alltaf andalifur í forrétt. Það verður að vera. Þetta sem ég gef uppskrift að er andalifur, andalærisconfit og andabringa og apríkósur í smjördegi. Ég ætla að hafa þetta í forrétt í ár,“ segir hann en hugmyndin kviknaði árið 2006 á tveggja Michelin-stjörnu stað í Lyon í Frakklandi. Síðan þá hefur hann þróað sinn eigin rétt. „Þetta er í miklu uppáhaldi.“

Andapaté

Fyrir 8-10

  • 6 andalæri
  • 1 andabringa
  • 500 g andafita
  • 3-4 andalifrarsteikur (hrá andalifur er seld frosin í sneiðum, t.d. í Hagkaup)
  • 8 þurrkaðar aprikósur
  • 1 dl portvín
  • 500 ml kjötsoð
  • 4 blöð matarlím
  • 2 msk hunang
  • 1 msk sherry-edik
  • smjördeig
  • gróft salt

Aðferð:

  1. Saltið lærin og látið liggja í 4 tíma, skolið svo vel og þerrið.
  2. Leggið í eldfast mót ásamt andarfitu og bakið við 130°C í 5 klst.
  3. Rífið niður og kryddið til með hunangi og ediki. Sjóðið upp á soði, portvíni og kryddið til með salti og pipar.
  4. Bætið matarlímsblöðum út í, eftir að hafa lagt þau í bleyti í 20 mínútur.
  5. Skerið andabringu niður í 2-4 bita. Leggið smjördeig í eldfast kökuform og raðið andalærakjötinu, andabringu, andalifur og aprikósum í formið eftir smekk.
  6. Hellið aðeins safanum út í formið, látið standa og hellið svo aftur.
  7. Lokið svo smjördeiginu, og bakið við 200°C í 20 mín.
  8. Klárið svo að baka við 160°C í 20-30 mín.
Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur á Gallery Restaurant á Holtinu.
Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur á Gallery Restaurant á Holtinu. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert