Jólakokteillinn sem bræðir hjörtu

James Frigge, matreiðslumaður á Burro.
James Frigge, matreiðslumaður á Burro. mbl.is/Burro

Þennan dásamlega eggjapúns fengum við að smakka á Burró en uppskriftin er ættuð frá Perú. Þennan verða allir að smakka! James Frigge, matreiðslumaður staðarins, setur svo herlegheitin í rjómasprautu til að fá froðukennda áferð svo drykkurinn er í raun hálfgerður eftirréttur. Guðdómlegt!

Coquito

400 g kókósmjólk
300 g sæt mjólk

40 g eggjarauður

85 g dökkt kryddað romm

1 g kanill, malaður

1 g negull, malaður

Salt

Múskathneta

Aðferð

Kókósmjólkin, eggjarauðurnar, sætmjólkin, rommið og möluðu kryddin sett í skál og pískað saman, svo er blandan kæld í minnst 2 tíma. Blandan er sett á rjómasprautu með einu gashylki, hrist léttilega og sprautað í glös. Múskathneta er rifin yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Það fer enginn í jólaköttinn sem smakkar þetta gúmmelaði.
Það fer enginn í jólaköttinn sem smakkar þetta gúmmelaði. mbl.is/Burro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert