Skiptiflaska sem fær foreldra til að íhuga að leggjast í drykkju

Flaskan er sérlega lekker og skemmtileg.
Flaskan er sérlega lekker og skemmtileg. mbl.is/Absolut

„Mamma sjáðu - þetta er skiptiflaska," gólaði sjö ára dóttir mín á Kastrup flugvelli á dögunum. Ástæðan? Hún sá nýjustu hátíðarútgáfu Absolut sem var forláta pallíettuflaska - eða skitptiflaska eins og ungdómur landsins kallar það víst.

Dóttirin er búin að vera með flöskuna á heilanum síðan hún sá hana og hefur ítrekað beðið mig um að kaupa hana. Hún spurði jafnframt hvort hún mætti nota hana sem vatnsflösku í skólann. Ég reyndi að útskýra fyrir henni á góðlátlegan hátt að barnaverndaryfirvöld myndu væntalega gera athugasemd við það ef ég sendi barnið með vodkaflösku í skólann en hún sá ekki ljósið.

Nú eru góð ráð dýr. Ég er í alvörunni að spá í hvort ég eigi ekki að fórna mér í smá drykkju fyrir barnið því það er ýmislegt sem maður gerir fyrir blessuð börnin ekki satt?

En hvað sem því líður þá er flaskan tímamóta og er væntanleg hingað til lands á næstunni. Hún verður þó einungs fáanleg í fríhöfninni en hún er nánast þess virði að skella sér í flugferð fyrir.

Hver þarf snjalltæki? Börnin geta dundað sér endalaust með flöskuna.
Hver þarf snjalltæki? Börnin geta dundað sér endalaust með flöskuna. mbl.is/Absolut
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert