Hið heilaga uppstúf

Uppstúfurinn er algjörlega nauðsynlegur með hangikjötinu.
Uppstúfurinn er algjörlega nauðsynlegur með hangikjötinu. mbl.is/TM

Klassískt uppstúf er ómissandi hluti af jólahaldinu og geta fæstir ímyndað sér að snæða hangikjöt án sósunnar vinsælu. Misjafnt er milli fjölskyldna hvort fólk vill hafa sósuna mjög sæta eður ei en millivegur er farinn hér í þessari klassísku sósu.

Ath.! Aðalmálið er að gera þetta við vægan hita!

100 g smjör
100 g hveiti
300 ml vatn
700 ml mjólk
1 msk. syk­ur
1/3 tsk salt
hvítur pip­ar á hnífsoddi

Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti saman við, þannig að úr verði smjörbolla. Bætið vatninu fyrst við en með því að nota vatn brennur bollan síður við. Passið að hafa mjög vægan hita undir.

Bætið því næst mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust. Látið malla í nokkrar mínútur og hrærið vel í á meðan. Kryddið með salti, sykri og pipar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert