Missti 8 kíló á 15 dögum

Erna Bryndís Einarsdóttir er afar ánægð með nýja lífstílinn sem …
Erna Bryndís Einarsdóttir er afar ánægð með nýja lífstílinn sem hún þakkar Gunnari Má Sigfússyni og leiðbeiningum hans en hann gaf á dögunum út veglega bók um allt sem viðkemur ketó mataræðinu.

Erna Bryndís Einarsdóttir er ein þeirra fjölmörgu sem hafa prófað ketó mataræðið með góðum árangri. Hún segist hafa verið einn mesti sælgætisgrís sem þekkt hafi og að hennar uppáhaldsóvinur hafi verið brauð. Þegar hún hafi verið búin að lesa sér til um ketó og þær leiðir sem voru í boði ákvað hún að taka upp mataræðið auk þess að fara 17:7 leiðina sem þýðir að hún fastar í 17 klukkustundir á sólarhring. Hún segir þá leið hafa hentað sér einstaklega vel en þegar hún borði - frá hádegi til klukkan 19 á kvöldin sé það samkvæmt prógrammi.

„Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti kvatt sykurinn og hveitið eins auðveldlega og ég er að gera núna. Mér finnst ég hreinlega alltaf vera að borða mjög girnilegan og góðan mat og sakna í raun einskis og langar ekki í neitt annað en það sem ég borða núna. Þetta er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað,“ segir Erna um reynslu sína.

„Eftir sjö daga hafði ég misst fjögur kíló og eftir 15 daga var ég búin að missa átta kíló. Eftir þetta fór þyngdartapið að hægja á sér en ég fann að ummálið var augljóslega ennþá að fara hratt niður. Eftir sex mánuði á ketó hef ég nú misst yfir 23 kíló, sem í mínum huga er lítið kraftaverk, hvorki meira né minna.“

„Það sem er jafnvel enn mikilvægara er að mér líður stórkostlega, bæði andlega og líkamlega. Ég fann áður fyrr oft fyrir þreytu og sleni sem hefur vikið fyrir margfalt meiri orku og gleði sem eru frábær skipti.“

Erna segist þakklát fyrir að hafa tileinkað sér þennan lífstíl því hún hafi í gegnum tíðina oft reynt að hætt að borða sykur, brauð og pasta með litlum árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert