Þrjú leynitrix sem hjálpa þér að léttast

mbl.is/

Þyngdin getur verið leyndarmál en leyndarmálin sem hafa áhrif á þyngdina þína ætlum við að afhjúpa hér.

Ekki hafa sætindin sýnileg
Rannsókn frá Cornell University Food & Brand Lab hefur sýnt fram á að konur sem geyma sælgæti, gosdrykki og annað snakk á sýnilegum stað voru þyngri en þær sem geyma þessa hluti ofan í skúffu. En þetta gildir ekki einungis um snakk og önnur sætindi, því dagblöð og tímarit sem standa uppi við geta aukið líkurnar um helming á að þú grípir þér eitthvað til að maula á við lesturinn.

Svefnherbergið getur haft áhrif á þyngdina
Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á samasemmerki á milli ljósmagns í svefnherberginu og þyngdar kvenna. Því meira ljós sem er í herberginu á nóttinni, því meiri líkur eru á því að þú sért nokkrum kílóum of þung. Svo muna að draga niður gardínurnar og slökkva á öllum tækjum – jafnvel mála herbergið í dökkum lit!

Nægur svefn
Of lítill svefn getur fengið þig til að drekka meira kaffi. Rannsókn frá The American Heart Association hefur sýnt fram á að fáir þú klukkutíma og 20 mínútum minni svefn en mælt er með eru líkur á að þú munir taka inn 549 auka kaloríur á dag.

Viltu vita leyndarmál sem hafa áhrif á þyngdina?
Viltu vita leyndarmál sem hafa áhrif á þyngdina? mbl.is/Pantherstock
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert