Drengur hætt kominn eftir fjölskyldugrill

mbl.is/Thinkstock

Þetta er ekki fyrirsögn sem maður á almennt von á að heyra en engu að síður er hún sönn og getur verið víti til varnaðar. 

Fiore-fjölskyldan grillaði máltíð eins og svo oft áður en einungis nokkrum sekúndum eftir að sex ára sonur þeirra beit í hamborgarann varð hann fárveikur. Að sögn fjölskyldunnar vissi enginn hvað amaði að drengnum og því var farið með hann beinustu leið á sjúkrahús. Nokkrum klukkustundum síðar kom í ljós að vírbútur úr grillbursta hafi fest í hálsi drengsins og var hann fjarlægður.

Að sögn lækna mátti ekki tæpara standa en atvik sem þetta eru algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Í tilfelli Fiore-fjölskyldunnar fór allt vel og drengurinn hefur náð fullri heilsu en fólk er beðið um að endurnýja vírbusta sem notaðir eru til að grilla með reglulegu millibili þar sem þeir verða lélegir með tímanum. 

Í þessu tilfelli losnaði vír sem festist við grindina og í framhaldinu í matnum. 

Það eru því allir hvattir, sérstaklega núna þar sem grillvertíðin er að hefjast, til að endurnýja gamla bursta og gæta fyllstu varúðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert