Sósan sem sögð er sú besta með kalkúninum

Endrum og eins reka á fjörur okkar uppskriftir sem sagðar eru taka öllu fram. Þessi sósa hefur gengið manna á milli og herma heimildir að hún sé svo góð með kalkúninum að leitun sé að öðru eins. Engan skyldi undra því allar sósur sem innihalda rjóma, smjör, piparost og sveppi eru góðar. Flóknara er það ekki og við hvetjum ykkur til að prófa.

<b>Hátíðleg rósapipar- og sveppasósa sem er fullkomin með kalkún</b>
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 3 dl vatn
  • 1 piparostur
  • 50 g smjör
  • 1 pakki Rosépepper-kjúklingasósa frá TORO
  • 1 pakki Kantarell- og sjampinjongsaus frá TORO 
  • 1 teskeið sojasósa
  • 1 askja sveppir
  • Þurrkað timian
<br/>

Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið upp úr smjöri eða olíu. Bræðið 50 g smjör í potti og hrærið rosépepper-sósunni saman við. Hellið 500 ml matreiðslurjóma í pottinn og hrærið innihaldi Kantarell- og sjampinjongsaus-pakkans út í. Skerið piparostinn í þunnar sneiðar og setjið í pottinn. Leyfið suðunni að koma upp og hrærið vel í á meðan, eða þar til osturinn er orðinn alveg bráðinn saman við. Hellið 3 dl af vatni og 1 tsk. af sojasósu út í og hrærið. Bætið timian og steiktu sveppunum út í og látið malla í 5 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert