89 ára pítsusendill fékk 1.6 milljón í þjórfé

Pítsusendillinn Derlin Newey átti sér einskis ills von þegar hann mætti heim til Carlosar Valdez á dögunum með sjóðheita Papa John´s pítsu eins og hann hafði ótal sinnum áður gert.

Í þetta skiptið tók Valdez á móti honum með ávísun upp á 12 þúsund dollara eða rúmar 1.6 milljónir íslenskra króna. Peningunum hafði hann safnað handa Newey inn á TikTok þar sem hann vildi hjálpa honum.

Neway er 89 ára gamall og þar sem ellilífeyrinn dugar ekki fyrir reikningunum þá neyddist hann til að fá sér vinnu. Hann vann að meðaltali 30 klukkustundir á viku til að endar næðu saman.

Hann var að vonum ánægður með gjöfina og tárfelldi þegar hann tók við henni.

@vendingheads

Part 3 of news segment. They said the best of the broadcast 🙏😍 ##fyp ##venmochallenge ##news ##🍕man ##love ##blessed ##gift ##lovewins

♬ original sound - Carlos Valdez
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert