Heinz kynnir nýjan morgunverð í skál

Baunaframleiðandinn Heinz hefur sett morgunverðarskál á markað sem þú hitar …
Baunaframleiðandinn Heinz hefur sett morgunverðarskál á markað sem þú hitar upp á innan við þrem mínútum. Mbl.is/Heinz_Getty

Fólk elskar heimsþekktu Heinz-baunirnar úr dós – og aðdáendur þarna úti munu brosa út að eyrum við þessar fréttir, því Heinz hefur sett á markað morgunverðarskál sem er draumi líkust.

Heinz kynnti á dögunum nýjan morgunverð sem inniheldur ekki bara þekktu baunirnar þeirra, heldur líka pylsur, spínat og hrærð egg. Allt er þetta saman í einni skál og það tekur innan við þrjár mínútur að hita réttinn upp. Þessi nýja afurð frá Heinz er sannarlega kærkomin hjá öllum þeim sem nenna hreinlega ekki að standa í því að útbúa morgunverð eða hádegismat og vilja fljótar ódýrar lausnir.

Heinz segir vöruna „fullkomna fyrir neytendur sem keppa við tímann í annríki dagsins en vilja njóta gómsætrar og prótínríkrar máltíðar“. Fyrirtækið segist þá vera með stórar áætlanir um að útfæra nýjar bragðtegundir seinna á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert